top of page

Davíð Gunnlaugsson, PGA golfkennari
Davíð útskrifaðist sem PGA golfkennari frá golfkennaraskóla PGA árið 2015 en Davíð hefur um 20 ára reynslu við golfkennslu. Hann er reynslumikill golfkennari en á árunum 2016-2023 starfaði Davíð sem íþróttastjóri Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Þar byggði Davíð upp metnaðarfullt íþrótta- og afreksstarf. Nemendur Davíðs hafa unnið fjöldan allan af Íslandsmeistaratitlum og tekið þátt í landsliðsverkefnum á vegum Golfsambands Íslands.
Davíð hefur einnig mikla reynslu af þjálfun byrjenda og nýliða. Hann hefur reglulega haldið námskeið bæði hérlendis og erlendis og hjálpað mörg hundruð kylfingum að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni.
Davíð var valinn PGA golfkennari ársins árið 2021 og þjálfari ársins í Mosfellsbæ árið 2022.

bottom of page